top of page
  • Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Að líða vel í eigin skinni




Öll erum við misjafnlega af Guði gerð. Sem betur fer er það ekki, varla viljum við öll líta eins út? Sumum fer það reyndar mjög vel að vera með eitthvað utan á sér. Öðrum finnst flottara að vera helst ekki með neina sjáanlega fitu. Sitt sýnist hverjum en að mínu mati skiptir mestu máli að fólki líði vel í eigin skinni.


Ég hef farið inn á þetta áður í grein sem ég skrifaði og nefnist feitur í formi.

Einhver kíló til eða frá finnst mér ekki skipta nokkru einasta máli, ath þó ef fólk verður allt of feitt getur það farið að valda skaða sem er ekki gott. Á sama tíma ef einhver er of grannur sökum þess að viðkomandi er vannærður er það ekki gott heldur.

Það er ákveðin útlitsdýrkun í gangi og hefur reyndar verið lengi. En er til einhver mælikvarði á hvað er fallegt og hvað er heilbrigt? Er það fituprósenta eða eitthvað sem er háð hæð og þyngd?


Er það síðan alveg öruggt að einhver sem er í rosalega góðu formi búi við frábæra heilsu?Heilsa er ekki bara mælikvarði á kjörþyngd og að vera laus við veikindi, heldur samkvæmt alþjóða heilbrigðisstofnuninni stig algerrar líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar.

Er það ekki einmitt það sem mestu máli skiptir, að okkur líði vel, ekki hvort við séum aðeins of þung eða of létt.


Best er vissulega að stefna á kjörþyngd og gott form. Hver og einn þarf að skoða lífstíl sinn gagnrýnt og leita leiða til að gera betur. Þeir sem vilja létta sig þurfa líklega að skoða mataræðið, að kappkosta við að velja fersk og næringarrík matvæli. Borða mat eins og náttúran gefur, ekki unnið drasl sem inniheldur litla sem enga næringu. Á sama tíma er gott að setja sér markmið um reglubundna hreyfingu, að gera eitthvað daglega. Fara í ræktina, út að ganga, í sund, finna sér eitthvað skemmtilegt að gera sem tengist hreyfingu.


Fyrir þá sem vilja og þurfa að þyngja sig geta fylgt sömu ráðleggingum, reyna kannski að borða aðeins meira í hvert mál og borða oftar yfir daginn. Haga æfingum síðan á þá leið að lyfta meira og þyngra en auðvitað í skrefum. Byrja þarf á grunnæfingum og vinna sig upp í meira krefjandi æfingar á borð við hnébeygju og réttstöðulyftu. Það eru mjög gagnlegar æfingar sem geta skilað sér í aukinni hormónavirkni og þannig stærri vöðvum og meiri líkamsþyngd.


Einnig þarf að gæta þolæfingum hjá þessum hóp sem kallast ectomorph (hardgainers). Þeim hentar svokallaðar hiit æfingar betur en það eru snarpar lotuæfingar sem eru mjög gagnlegar til að ná upp þoli og auka vellíðan, án þess að brenna of mikið af hitaeiningum.

Allavega mun maraþon seint henta þeim sem vilja auka líkamsþyngd sína, hins vegar tilfalið fyrir þá sem vilja létta sig. Þá er ég að meina langhlaup, maraþonið kemur kannski síðan fyrir þá sem vilja.


Sem fyrr, prófum okkur áfram, leitum leiða og jafnvel leiðsagnar með hvernig sé hægt að bæta lífstílinn og setjum markið hátt með að líða eins vel í eigin skinni og kostur er.



70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page