top of page
  • Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Aldraðir og þunglyndi - leiðir til bata



Fyrir nokkrum árum birtist frétt á Rúv þess efnis að yfir 80% aldraðra eru á geðlyfjum. Þetta er alveg skuggalega há tala og til að bæta gráu ofan á svart kom fram að sumir einstaklingar taka allt að því 10 lyf á sama tíma. Fólk er m.a. að taka róandi, svefnlyf, kvíða- og þunglyndislyf. Ég ítreka að í þessari frétt er bara fjallað um geðlyf, það kemur ekki fram hvort um önnur lyf séu að ræða á borð við t.d. hjartalyf svo heildarfjölda aldraðra á lyfjum er líklega nokkuð hærri. Ég ræddi þetta einu sinni við konu sem ég þekki en hún er hjúkrunarfræðingur og rekur öldrunarheimili, hún spurði mig hvort þetta væri gömul frétt þar sem þessi tala er svo lág. Hún sagði einfaldlega að allir eru á einhverjum lyfjum!


Ég bara verð að spyrja, er þetta eðlilegt? Er sköpunarverkið ekki betra en svo að eftir ákveðinn aldur þurfi stanslausar lyfjagjafir til að halda fólki gangandi? Mitt svar er þvert á móti. Ég hef þá trú að ef einstaklingar hreyfa sig reglubundið, t.d samkvæmt ráðleggingum lýðheilsustöðvar (Ráðleggingar um hreyfingu) og borða hreinan og hollan alvöru mat, nóg af ávöxtum og grænmeti, hnetum, fræjum og baunum og þess háttar, þá eiga langflestir að geta haldið góðri heilsu og verið lyfjalausir fram eftir öllum aldri.


Vissulega getur fólk veikst og erfið áföll myndað djúp sár en þá er lykilatriði að vinna út frá rót vandans. Ef vélin fer að hökta, ef einkenni gera vart við sig þarf að staldra við og skoða hvað veldur og vinna út frá því. Í stað þess að taka lyf sem oft á tíðum fela einkennin, en einkenni eru það eina sem segir okkur að eitthvað sé að og þurfi að laga.


Hægt er að finna fjölda leiða til að fá bót sinna meina, í raun bara leitið og þér munið finna. Alhliða líkamsrækt gerir kraftaverk sem og hrein fæða eins og ég nefndi hér að ofan, hugleiðsla og að verja tíma í náttúrunni. Það að efla starfsemi og varnir líkamans er algerlega málið. Það getur verið gott að fá leiðsögn þegar verið er að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt eða eftir langan tíma frá. T.d. að finna sér einkaþjálfara eða mæta í hóptíma. Sundleikfimi er víða í boði og gönguhópar. Hægt er að leigja völl til að spila badminton sem hentar fólki á öllum aldri. Svo mæli ég alveg sérstaklega með Janus heilsueflingu en sá góði hópur sem þar stendur að baki sérhæfir sig í heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri. Markmiðið þar á bæ er að koma á móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði með hækkandi aldri.


Mér er það mjög minnistætt fyrir nokkrum árum þegar kona kom til mín í nudd 65 ára að aldri. Nokkrum árum áður hafði heilsu hennar hrakað til muna, var komin með gigtareinkenni, var að díla við þunglyndi og kvíða, fann fyrir stirðleika, verkjum og vonleysi. Hún leitaði læknis sem lét hana á nokkur lyf sem lítið gagn gerðu en höfðu slæmar aukaverkanir. Í afmælisgjöf fær hún safapressu og fer að pressa grænmeti og ávexti eins og hún fengi borgað fyrir. Á sama tíma tók hún út allan sykur og fór út að ganga og synda til skiptis eftir dögum. Öll þau einkenni sem ég nefndi hér að ofan hurfu eins og dögg fyrir sólu og hún hætti á öllum lyfjum.


Ég hvet eldri borgara og reyndar fólk á öllum aldri að vanda fæðuvalið og leggja stund á reglubundna hreyfingu. Að horfa gagnrýnt á öll lyf og reyna bæta heilsu sína með náttúrulegri aðferðum. Í sumum tilfellum eru lyf nauðsynlegt og allt í góðu með það en ég lít á lyfjakostinn sem úrræði þegar búið er að reyna allt annað.




128 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page