top of page
Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Tileinkum okkur heilbrigðari lífsstíl



Fjölmargir strengja sér það áramótaheit að fara í átak. Að grennast og styrkjast og líða almennt betur. Þetta er vissulega gott og blessað en ég er þó þeirrar skoðunar að betra sé að heita sér því, að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl almennt, fremur en að fara í tímabundið átak.


Að gera reglubundna hreyfingu hluta af daglegu lífi og auðvitað tileinka sér fjölbreytt, ferskt og næringarríkt mataræði. Mögulega þurfa einhverjir að trappa sig niður í mataræðinu eftir hátíðarnar og gjarnan að gera það skipulega. Mörgum hentar illa að taka Cold Turkey og springa svo á því um miðjan Jan. En ég hvet fólk til að horfa gagnrýnt á mataræðið almennt og skoða hvað má fara betur. Í grunninn ráðlegg ég að fólki að byrja á að taka út augljósa draslið. Þ.e. sælgætið, gosið, snakkið, kökurnar, kexið og ísinn. Svo má alltaf gera betur jafnt og þétt. Það á alls ekki að líta á þetta sem kvöð eða eitthvað sem gera þarf af illri nauðsyn, heldur er um að gera að prófa sig áfram og finna sér eitthvað nærir líkama og sál.



Margir fyllast kvíða þegar þeir hugsa til þess að koma inn á líkamsræktarstöð og oftar en ekki, koma sér ekki af stað sökum þess. En það er alveg hægt að koma sér í gott form með öðrum hætti. T.d að fara út að ganga tvisvar í viku og synda tvisvar í viku á móti og gera síðan t.d kviðæfingar, bakfettur, armbeygjur og hnébeygjur heima eftir göngutúrinn og teygja síðan vel á eftir. 30 mín á dag er almennt ráðlagt þegar kemur að hreyfingu.


Hins vegar mæli ég sterklega með aðgang að líkamsræktarstöð. Hjá World Class er að finna stóran hóp mjög frambærilegra einkaþjálfara sem hjálpa fólki að setja sér markmið og vísa þeim veginn í átt að þeim. Einnig er þar hægt að sækja opna hóptíma en í hverri viku er boðið upp á yfir 200 slíka tíma. Þar geta allir fundið sér eitthvað við hæfi. 

Hægt er að sækja 30, 60, 75 og 90 mínútna hóptíma í öllu mögulegu.


Hér er dæmi um góða viku en með þessu dæmi má þjálfa á árangursríkan hátt þol, styrk, liðleika, jafnvægi og samhæfingu:

Mánudagur: Spinning

Þriðjudagur: Tabata

Miðvikudagur: Hot Yoga

Fimmtudagur: Þol og styrkur

Föstudagur: Kviður og bak

Laugardagar: Zumba



Þetta er aðeins lítið dæmi og hægt er að púsla þessu saman á fjölbreytta vegu. Ég hvet alla til að prófa sig áfram og leita sér aðstoðar ef á er þörf og fara af stað með fögur fyrirheit um heilbrigðari lífsstíl á nýju ári og þar af leiðandi bætta líkamlega sem og andlega líðan, aukna starfsorka og lífsgleði.


Gleðilegt nýtt ár !

83 views0 comments

Recent Posts

See All

Fenugreek

Comentários


bottom of page