Ár hvert skora samtök grænkera víða um heim á fólk að prófa að vera Vegan í einn mánuð. Áskorun þessi nefnist Veganúar. Markmiðið er að hvetja fólk til að kynnast Vegan lífsstílnum eða veganisma eins og hann kallast, fræðast og upplifa nýja hluti. Samtök grænkera á Íslandi taka auðvitað þátt í þessari árlegu áskorun og halda af því tilefni úti heimasíðunni veganuar.is. Þar er hægt að skrá sig í áskorunina og fá þannig fræðslu, leiðsögn og stuðning. Þar með talið matar- og æfingaplön, uppskriftarbók sem og áhugaverða hlekki á eitt og annað sem tengist veganisma hér á landi sem og erlendis.
Hvað er að vera vegan?
Á umræddi heimasíðu kemur fram að veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast, eftir fremsta megni, hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum. Hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Næsta spurning gæti þá verið, hvers vegna að vera vegan. Ástæður þess eru margþættar og mjög mikilvægar en fyrir mína parta er ég það fyrir dýrin, fyrir umhverfið og fyrir sjálfan mig.
Dýravernd
Árlega er yfir 55 milljörðum dýra slátrað í Bandaríkjunum einum, oft á mjög hrottafenginn hátt. Meðferð á dýrunum er síðan oft á tíðum sárara en tárum taki. Sem dæmi má nefna mjólkuriðnaðinn en kúm er nauðgað og afkvæmum þeirra er rænt. Í Bandaríkjunum er hluti af kk ungum fleygt í kvörn fljótlega eftir að þeir koma úr eggi þar sem þeir verpa ekki eggjum sjálfir. Á Íslandi eru slátrað um 6 milljónir landdýra og 1,5 milljón tonn sjávardýra. Lengi vel var talið að aðbúnaður íslenskra dýra væri til fyrirmyndir en annað hefur ítrekað komið á daginn. Algengur misskilningur er að við verðum að drepa dýr því annars myndi mannkynið svelta en fóðrið til að fóðra skepnurnar er margfalt það sem til þyrfti til að fæða hvert mannsbarn á jörðinni. Í Augum grænkera hafa dýrin sinn rétt á tilvist, rétt eins og við mannfólkið og spurningin er hvort mannkynið hafi í raun tilkall til hagnýtingar dýra. Veganismi er róttækasta þátttakan í dýravernd sem almennir neytendur geta stundað dags daglega.
Umhverfisvernd
Framleiðsla dýra veldur meiri losun gróðurhúsalofttegunda og sóun auðlinda en nokkur annar iðnaður. Talsvert meiri losun gróðurhúsalofttegunda verður vegna kjötframleiðslu heldur en frá öllum flug, bíla og skipaflota á jörðinni. Gríðarleg uppsöfnun úrgangs lifandi dýra á sér stað og skapar það bæði hættu og mengun. Á hverri mínútu skila framleiðsludýr frá sér um 3,5 tonnum af úrgangi aðeins í Bandaríkjunum. Dýraframleiðslu fylgir um þriðjungur af ferskvatnsneyslu í heiminum. Sem dæmi þarf 1000 L af vatni til að framleiða 1L af mjólk og hvorki meira né minna en 21 þúsund lítra af vatni til að framleiða 1kg af nautakjöti. Framleiðsla dýrafóðurs veldur síðan landeyðingu en 4.000 fermetra af landi þarf af ræktarlandi til að fæða hverja lifandi kú þegar allt er tekið saman. Einnig er það svo að gríðarleg mengun hefur átt sér stað í hafinu í gegnum árin og allskonar eiturefni, m.a. úr plasti en einnig þungamálmar sem mengað hafa höfin um heim allan. Þessi efni hafa skaðleg áhrif á sjávardýr og einnig þá sem neyta þeirra.
Eigin heilsa
Öll næringarefni sem finnast í dýraafurðum fást í jurtaríkinu (prótein líka gott fólk) koma upphaflega frá jurtaríkinu. Þegar ég prófaði sjálfur veganúar fyrir nokkrum árum hafði ég áhyggjur af því að finna mér ekkert að borða og vera ekki að fá næg næringarefni en önnur var raunin. Úrvalið er miklu meira en mig óraði fyrir og mér fannst gaman að vinna með mismunandi liti og áferð á plöntumatvælum, möguleikarnir eru endalausir. Það sem ég tók svo eftir í framhaldinu var að ég var alltaf léttari í maga, s.s. meltingin varð betri og ég varð orku og úthaldsmeiri. Ég bætti mig í styrk en það var eitthvað sem ég hélt að gæti ekki átt sér stað enda alinn upp við að kjöt gæfi vöðvamassa og styrk. Ég varð betri í húðinni og fljótari að ná mér eftir krefjandi æfingar í ræktinni. Það er þó mælt með að fólk á vegan fæði taki inn B12 og jafnvel járn en það er hægt að fara í blóðprufu til að kanna það og öll almenn gildi. B12 vítamín er framleitt af bakteríum í jarðveginum en vegna þess að í dag er allt spreyjað og síðar djúphreinsað hefur orðið talsvert minna af því í nútímaplöntufæði. En það gott og einfalt að taka það inn í fæðubótaformi.
Vanda skal valið
Þess ber að geta að mikilvægt er borða hrein, fersk og óunnin matvæli, köllum þetta kjarnfæði (Whole Foods). Fullt af drasli er vegan svo sem gos, snakk, nammi, kex og kökur og það er eitthvað sem ætti að fara sparlega í og helst sem allra minnst. Sjálfur borða ég ekki viðbættan unnin sykur og einni sneiði ég frá matvælum sem innihalda Glútein. Ég tel að plöntumiðað kjarnfæði sé það besta fyrir mannslíkamann og sem dæmi þá sýndi Bandarískur læknir Dr. Dean Ornish fram á það árið 1977 að slíkt fæði gæti ekki bara stoppað af hjarta og æðasjúkdóma heldur snúið við ferlinu við (hversu magnað!). Árið 2018 kom út heimildamyndin Game Changer en þar segir frá afreksíþróttafólki sem náði enn betri árangri í greinum sínum þegar það gerðist vegan. Ekki ómerkilegri maður en Arnold Schwarzenegger er einn af framleiðendum myndarinnar og hvetur hann alla til að gerast vegan.
Að gerast vegan var ein besta ákvörðunin sem ég hef tekið. Bæði líður mér sjálfum betur líkamlega jafnt sem andlega og svo líður mér betur í hjartanu með að taka ekki þátt í þeim hryllingi sem dýrarækt og slátrun ber með sér og einnig þeim skaðlegu áhrifum þess á umhverfið. Hver og eitt okkar getur haft áhrif en sem dæmi þá borðar meðal Bandaríkjamaðurinn 21.000 dýr á ævi sinni. Góð byrjun væri að prófa Veganúar og kynna sér málið til dýptar. Þó ekki nema til að taka svo nokkur skref í átt að bættri heilsu, dýravernd og umhverfisvernd. Segi nokkur því að ég lofa ykkur svo að þau verða fleiri.
Ég mæli með eftirfarandi heimildamyndum fyrir þá sem vilja skoða málið nánar
Earthlings (fyrir þá sem þora að sjá nákvæmlega hvað fram fer í sláturhúsum)
Comments