top of page

Hver er Víðir Þór

Ég er Íþrótta- og heilsufræðingur, heilsunuddari og með alþjóðlegar diplómur í hnykkingum, nálastungum, Graston og Cupping.

Ég starfa sem heildrænn þjálfari í World Class og einnig við heildræna meðhöndlun. 

Ástæða þess að ég ákvað að setja upp heimasíðu er sú að ég hef um árabil skrifað pistla og greinar í fjölmarga vefmiðla, má segja hingað og þangað en langar að eiga þá alla á einum stað. 

 

Ég hef alla tíð haft áhuga á heilsutengdum málefnum, sér í lagi með forvarnir að leiðarljósi sem og að gera gott betra. Ég vil hjálpa fólki að uppfæra lífsstílinn og koma þannig í veg fyrir veikindi síðar meir og að lifa lífinu til fullnustu.

 

Líkaminn okkar er magnað sköpunarverk með einstakan hæfileika til að lækna sig sjálfur fái hann rými til.

Með hollu mataræði, reglubundinni hreyfingu, hugleiðslu, tengingu við náttúruna, við okkar innra sjálf og auðvitað annað fólk getur líkaminn þrifist afar vel og lengi og nær undantekningalaust án lyfja og annara utanaðkomandi þátta.

bottom of page