top of page
  • Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Ég átti svartan hund, nafn hans var þunglyndi

Updated: Dec 27, 2022




Þunglyndi er talið henda einn af hverjum fimm einstaklingum einhverntíma á lífsleiðinni.

Á Íslandi er talið að 12-15.000 einstaklingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma.

Afleiðingar þess geta verið skelfilegar. Allt frá félagslegri einangrum í sjálfsvíg.

Ekki er vitað til fulls um orsakir þunglyndis en kenningar eru um efnaójafnvægi í heila en einnig getur það tengst áföllum (t.d í æsku), sorg, streitu fæðuóþoli eða hreinlega óhollu mataræði, hreyfingaleysi og áfengisneyslu þá fátt eitt sé nefnt. Sennilega er ástæðan aldrei eitthvað eitt heldur samlegðaráhrif margra þátta.



Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Breta þjáðist af þunglyndi og lýsti því sem svörtum hundi. Rithöfundurinn og myndskreitirinn Matthew Johnstone skrifaði bók árið 2005 sem bara nafnið I had a black dog, his name was depression.

Í samstarfi við alþjóða heilbrigðisstofnunina var gefið út myndband nokkrum árum síðar sem ber sama nafn. Í þessu flotta og hnitmiðaða myndbandi er fjallað um einstakling sem hefur svartan hund í lífi sínu og hvernig hann missir smám saman tökin eftir því sem hundurinn eflist.



Það var síðan ekki fyrr en hann viðurkenndi vandann fyrir sjálfum sér og ástvinum að hann tók skrefið og leitaði til sálfræðings, fór síðan að stunda líkamsrækt og hugleiðslu og náði þannig góðum bata.

Kjörorð myndbandsins að mínu mati er, það er alveg sama hversu slæmt ástandið verður og hve langt niður þú ert kominn andlega, dagar svarta hundsins munu líða hjá, séu tekið rétt skref í átt til bættrar heilsu.



Ég hvet alla til að horfa á myndbandið og líta í hjartastað hvort svartur hundur sé að sniglast í kring og taka skref í átt að bata með því að leita sér aðstoðar.


43 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page