top of page
  • Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Breathe motherfucker

Updated: Oct 31, 2023


Fyrirsögn greinarinnar er nokkuð grípandi en auðvitað er þetta sett fram í gríni rétt eins og maðurinn sem á orðin leggur þau fram. Wim Hof eða Ísmaðurinn sem flestir kannast við á hvorki meira né minna en 26 heimsmet. Þar má meðal annars nefna að hann hljóp hálfmaraþon á norðurskautinu berfættur og aðeins í stuttbuxum. Hann fór einnig langleiðina upp Mount Everest í sama fatnaði. Hann synti 66m undir ís og slakaði á í tæpar tvær klukkustundir í ísbaði. Hann hefur ekki orðið veikur í áratugi og þakkar það kælimeðferðum og öndun. Ég ætla að fjalla um bæði þessi fyrirbæri en kuldinn fær sína umfjöllun í annari grein. Hér mun ég tala um öndunina.


Öll þurfum við að anda en ég held að fæst okkar spái raunverulega í því hvernig best sé að anda og hvernig hægt er að nota mismunandi aðferðir við mismunandi aðstæður og með mismunandi árangri.


Mörg æfinga og hugleiðsluform leggja gríðarlega mikið uppúr öndun sem dæmi en hvers vegna er öndun svona rosalega mikilvæg. Skoðum eftirfarandi. Mannslíkaminn getur lifað í 40 daga án matar. Í fjóra daga án vatns en aðeins í 4 mín án súrefnis.


Súrefnið er algerlega lífsnauðsynlegt fyrir alla líkamsstarfsemi. Öndunarfærin og hjarta og æðakerfið útvega og dreifa súrefni til hvatbera í frumum en hvatberar mynda orku í frumum fyrir almenna líkamsstarfsemi. Frumurnar taka auðvitað upp orkuefni úr matvælum en það þarf líka súrefni til að allt ferlið gangi upp.


Dr. Arthur Guyton var Amerískur lífeðlisfræðingur og kom fram með þá kenningu að allir krónískir verkir og sjúkdómar voru vegna skorts á súrefni í frumum, ástand sem kallast súrefnisþurrð (Hypoxia). Fyrirbærið á að geta haft skaðleg áhrif á miðtaugakerfið og geta valdið krabbameinum, hjarta og æðasjúkdómum og taugahrörnunarástandi. Þetta er sem fyrr kenning og klárlega margt sem þarna getur spilað inn í en engu að síður vísbending um mikilvægi öndunar og sér í lagi réttrar öndunar. En hvað er rétt öndun?


Meðal manneskjan andar á bilinu 12-18 sinnum á mínútu. Það gerir 18-26.000 andadrætti á sólarhring. Það hefur hins vegar talað um að í hvíld eigum við aðeins að anda 6 sinnum á mínútu. Þessir auka andadrættir sem fela í sér grunna og yfirleitt munnöndun rænir okkur mikilvægri orku og gerir líkamann viðkvæmari fyrir sjúkdómum.


Patrick McKeown er sérfræðingur í öndun og skrifaði meðal annars bókina: „The Oxygen advantage en segja má að þetta sé biblían þegar kemur að súrefni og hvernig best sé að gera hlutina hvað það varðar. Ég hvet alla til að lesa bókina en hún er m.a aðgengilega á kindle í gegnum amazon. Einnig er fullt af fyrirlestrum með honum að finna t.d á youtube, t.d mæli ég með þessum hér: Shut up and change your life.


Í megindráttum talar hann um mikilvægi þess að anda með nefinu að það sé í raun algert lykilatriði, það hreinsar loftið, súrefnisupptakan verður meiri og eðlilegt jafnvægi verður á milli súrefnis og koltvíoxíð (CO2). Ennfremur talar hann um að anda hægar og minna, að það gefi okkur í raun miklu meira. Hann fjallar líka um eitt sem fannst mjög grípandi en eðlilegur þroski á andlitsbeinum barna, sér í lagi kjálka er stýrt af því hvernig við öndun og þau börn sem andi með munninum þrói í flestum tilfellum með sér skakkar tennur. Hrönn Róbertsdóttir hjá brosinu sérhæfir sig m.a í þessu og eitthvað sem er mjög vert að kynna sér og þannig hægt að koma í veg fyrir tannréttingar seinna meir.


Hann leggur mikið uppúr á Buteyko öndun en þetta er æfing sem dregur alla mikilvægu þættina saman yfir hvernig eigi að anda. S.s að anda með nefinu, anda hægt, anda flæðandi, s.s ekki stoppa og anda djúpt niður í kvið og virkja þannig þindina. Þetta örvar parasympatíska taugakerfið eða sef kerfið og hjálpar fólki að slaka á fyrir utan ávinningana sem ég nefndi á undan.


Hægt er að finna ótrúlegasta magn af allskyns öndunaræfingum á youtube og ég hvet hvern og einn til að leita og prófa sig áfram. Mig langar sem dæmi að nefna Dan Vadnais en þetta er öndunargúru sem semur meiriháttar skemmtilegar æfingar.


Síðast en ekki síst bendi á ég meistarann sem ég byrjaði þennan pistil á en öndunaræfingarnar hans eru stundaðar um allan heim og hreinlega eitthvað sem allir verða að upplifa. Wim Hof breating. Í þessari aðferð er andað djúpt að sér 30 sinnum, að því loknu er andað frá og andanum haldið inni í allt að 2 mín, þá er andað að sér og haldið inni í aðrar 15 sek. Þetta er síðan endurtekið 3x.


Sem fyrr, verum jákvæð og þakklát, hreyfum okkur og borðum hollan mat og öndun sem aldrei fyrr en með nefinu og minna en fyrir meira.


Víðir Þór Þrastarson

Heildrænn heilsufræðingur

63 views0 comments

Recent Posts

See All

Σχόλια


bottom of page