Fenugreek eða Grikkjasmári er planta af baunaætt sem hefur lengi verið ræktuð til nytja og á rætur að rekja til suður Evrópu og Asíu.
Egyptar til forna uppgötvuðu lækningamátt jurtarinnar og heimildir fyrir henni er að finna frá árunum 1550 F.K.
Fenugreek hefur marga kosti þegar kemur að grasalækningum. Það hjálpar til við að stilla af blóðsykur og getur verið gagnlegt fyrir fólk með áunna sykursýki.
Jurtin inniheldur phyto estrogens og getur því gagnast konum með því að draga úr þeim óþægindum sem geta fylgt tíðahringnum og eins breytingaskeiðinu. Ekki er ráðlagt að ófrískar konur noti jurtina en hún er þekkt fyrir að hafa mjólkuraukandi áhrif og því oft notuð af konum með barn á brjósti.
Fenugreek er síðan víða notuð sem fæðubótaefni til að auka getu og árangur í íþróttum. Rómverjar til forna notuðu Fenugreek til að auka styrk, hraða og vöðvamassa skylmingaþræla. Jurtin hefur fjölmarga eiginleika til að auka árangur og inniheldur meðal annars næringarefnið diosgenin en það er talið hafa anabólísk áhrif með því að auka magn náttúrulegs testósteróns í líkamanum og þannig aukið vöðvamassa.
Auk þess er Fenugreek mjög ríkt af gæða próteinum og upptaka líkamans á því er mjög góð. Fyrir vikið er þessi próteinuppspretta mun betri kostur en fjölmargar unnar próteinblöndur sem er að finna á markaðnum í dag. Þess ber að geta að íþróttamenn sem eru vegan eru alveg sérstaklega hrifnir af Fenugreek. Jurtin er einnig rík af járni en járn bindur súrefni í blóði sem er flutt til vöðvana. Auk þess er jurtin bólgueyðandi og flýtir þannig fyrir endurheimt eftir æfingar.
Þessu til viðbótar má nefna að plantan er rík af A, B1, B3, B6 og C vítamínum.
Einnig stein- og snefilefnum á borð við magnesíum, sink, kalki, kalíum og selenium.
Fenugreek er talin stuðla að blóðsykursjafnvægi og að lokum er það talið geta veitt vernd gegn krabbameinum, sér í lagi í meltingarveginum.
Eins hjálpar það til við meltinguna og styður við starfssemi lifrarinnar.
Comments