top of page
  • Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Even Labs - Heilsuferð

Sem íþróttamaður og þjálfari veit ég fátt betra en að taka góða æfingu og slaka á í gufu á eftir, sér í lagi þeirri infrarauðu. Þessa dagana (yfir Covid bullið) er það ekki sjálfgefið þar sem ræktin er lokuð, ásamt sundlauginni og gufubaðinu. Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott en þegar ég var að googla rakst á ég heimasíðu Even Labs. Um ræðir Heilsu-Klíník með fjölmörgum meðferðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við hæfi.

Ég varð mjög forvitinn og átti erfitt með að velja hvað mig langaði að prófa en þá var bara eitt í stöðunni. Einfaldlega að prófa allt sem í boði var.
SWEAT SPA


Fyrst fór ég í Sweat spa en þar er unnið með infrarautt ljós. Eins og áður sagði þá elska ég að fara í infrarauða gufu en þetta var eitthvað meira. Þarna gat ég legið á notalegum bekk í joggaranum vafinn í infrared teppi, sem er hálfgerður svefnpoki. Þetta var dásamlegt og ég hef sjaldan svitnað eins mikið. Í senn var þetta góð slökun og ekki spillti fyrir að ég gat horft á Netflix á meðan en meðferðin er 55 mínútur. Infrarautt ljós virkar sem afeitrun (detox) en geislar fara djúpt inn í húðina og segja má að maður svitni innan frá og út. Það er m.a talið gott fyrir húðina og vöðvana en einnig fyrir hjarta og æðakerfi.NORMATEC


Ég held ég hafi drukkið 2 lítra af vatni eftir þetta en hélt þaðan í Normatec þrýstinudd en ég var með harðsperrur eftir að hafa tekið m.a hnébeygjur og framstig deginum áður. Ég skellti mér í það sem ég kalla sokkabuxur á sterum en svo er þetta keyrt í gang með loftpumpu sem myndar hressilegan þrýsting á fæturnar. Einnig er hægt að fá meðferð fyrir hendur sem og mjaðmir og mjóbak. Þessi meðferð á m.a. að geta minnkað bjúg og bólgur. Flýtt fyrir endurheimt eftir æfingar, mýkt upp vöðvana, aukið lið- og hreyfanleika og minnkað líkur á æðahnútum. Mér fannst ég léttari á mér eftir meðferðina, með minni harðsperrur og betri líðan.NEUROSONIC


Þó svo meðferðirnar á undan hafi verið slakandi þá voru þær líka smá áskorun, Sweat Spa var mjög heitt og þrýstingurinn hressilegur í Normatec. Nú langaði mig að slaka á eins vel og ég gat. Því lá beinast við að fara í hljóðbylgjunudd eða Neurosonic eins og það kallast. Þarna lagðist ég á bekk sem titraði. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta virkar en mér leið eins og heilinn næði ekki að meðtaka það sem í gangi var og gaf því eftir og slakaði djúpt á. Á sama tíma hlustaði ég á slökunartónlist og það þarf ekkert að spyrja að leikslokum en ég steinsofnaði og það þurfti að ýta við mér eftir meðferðina. Ég hef verið að eiga við kulnun (burnout) og ég held að svona meðferð geri mér afar gott. Ávinningurinn af svo djúpri slökun inn í taugakerfið er afar mikill, framleiðsla á stresshormónum minnkar, þetta hjálpar til við svefn, hefur góð áhrif á blóðrás og virkni innri líffæra. Algert dekur.

RAUÐLJÓSAMEÐFERÐ


Næst var komið að því sem ég var búinn að vera hvað spenntastur fyrir en það er rauðljósameðferð. Ég hafði heyrt um svona meðferðir erlendis en vissi ekki til þess að þær væru í boði hér á landi. Ég hafði heyrt um að svona meðferð væri góð til að auka blóðflæði, súrefnismettum og til að vinna úr bólgum. Ljósið virkjar hvatberana í frumum líkamans og er þannig orkugefandi. Síðast en ekki síst hve góð áhrif þetta hefur á hormónabúskapinn og á að geta hjálpa líkamanum að framleiða testósterón. Þessi meðferð samanstendur af tveimur bylgjulengdum af ljósi en þessar bylgjulendir eða tíðni er sú sama og kemur frá sólinni við sólarupprás og sólarlag. Meðferðin tók 12 mín, ég stóð og tók hálfgerða hugleiðslu í leiðinni, ímyndaði mér að ég væri að fá inn góða geisla í líkama minn sem heilaði mig á líkama og sál.

X-CRYO


Óhætt er að segja að þarna var ég orðinn vel heitur, mjúkur og slakur eftir allt sem á undan var. Það var því mjög kærkomið að prófa síðustu meðferðina sem var X°Cryo eða kuldameðferð. Ég setti upp grímu á andlitið og fékk -30° kaldan blástur jafnt á andlitið sem var afar hressandi og frískandi. Mér fannst flott að enda þetta heilsuferðalag á kuldameðferð en ofan á frískleikan, á þetta að vera gott fyrir húðina og auka kollagen framleiðslu svo þá fátt eitt sé nefnt.


Góð heilsa er ómetanleg. Líkamsrækt, hollt mataræði, útivist, hugleiðsla, góð samskipti við ástvini, þakklæti og jákvætt hugarfar er eitthvað sem stuðlar að bættri heilsu og lífsgæðum. Fjölmargt er í boði til að efla heilsu sína og lífsgleði og ég er þakklátur fyrir að hafa uppgötvað Even Labs því þar er fjölmargt í boði til heilsueflingar og bættar líðan. Takk fyrir mig.

45 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page