top of page
Writer's pictureVíðir Þór Þrastarson

Hitameðferðir

Updated: Jan 3, 2023



Ég fjallaði um kuldameðferðir í síðustu grein og mikilvægi þess að stunda t.d sjóböð. Hitameðferðir hins vegar geta líka verið afar gagnlegar. Gufuboð hafa verið stunduð í áranna rás og gert fólki gott líkamlega jafnt sem andlega. En hvað er það nákvæmlega sem á sér stað í líkamanum sem gerir manni svona gott og kallar fram þessa vellíðan. Ég mun fara vel yfir það en með áherslu á infrarauða gufu sem nýtur afar mikilla vinsælda nú um mundir.





Infrarauð gufa hefur fjölmarga ávinninga í för með sér en líklega sá stærsti er afeitrunar þátturinn (detox). Það vill svo til að húðin er okkar stærsta líffæri og eitt það mikilvægasta þegar kemur að því að losa eiturefni úr líkamanum. Það næst fram með svitamyndun. Infragufa er í raun ljósameðferð þar sem lampar senda frá sér geisla sem fara djúpt inn í húðinu (3.8 - 7.6 cm) og þannig er svitað út eiturefnum. Þess vegna eru infragufur ekki eins heitar og venjulegar gufur og á sama tíma er ráðlagt að vera lengur í þeim. Ljósið er af ákveðinni bylgjulengd og auk þess að svita út eiturefnum hjálpar meðferðin lifrinni að vinna úr eiturefnunum, þetta örvar ónæmiskerfið, getur drepið sýkla, örvað efnaskipti, dregið úr streitu og hjálpað til við þyngdartap.


Tæknin sem fólgin er í infrarauða ljósinu heitir FIR (far infrared technology). Eitt af því sem hún framkallar í líkamanum er að sundra vatnssameindum svo þær nái betur til líkamsvefja. Þetta hjálpar frumuveggnum við að taka inn næringarefni og losa út úrgangsefni. Því samhliða örvar þetta sogæðakerfið og almennt blóðflæði, lækkar mjólkursýru og eykur súrefnisflutning til frumnanna.


Þess ber að geta að þó svo ljósið heiti innrautt ljós þá er það ekki sýnilegt með berum augum. Hins vegar er til önnur meðferð sem heitir rauðljósameðferð en þar er unnið með aðrar tíðnir sem gefa frá sér sjáanlegt rautt ljós. Even Labs býður upp á rauðljósameðferðir sem ég hvet alla til að prófa.


Insúlín ónæmi er vaxandi vandamál og besta meðferðin er alveg klárlega að draga verulega úr unnun kolvetnum, alveg sér í lagi sykri og hveiti. Föstur geta líka hjálpað mikið til og infragufur sömuleiðis. Rannsóknir sýna fram á betra insúlínnæmi og jafnari blóðsykur eftir innrauðagufur séu þær stundaðar reglulega, helst þrisvar í viku, 30 mín í senn í þrjá mánuði. Heilsusamlegt mataræði þarf líka að haldast í hendur. Það gengur auðvitað ekki að moka í sig drasli og ætla svo að jafna leikinn með því að fara í gufuböð.


Ég minntist á sjálfsát eða Autophagy þegar ég fjallaði um föstur og ávinning þeirra. Til upprifjunar er þetta ferli þar sem líkaminn brýtur niður veiklaðar frumur og frumuhluta til að búa til rými fyrir nýjar og heilbrigðari frumur. Þetta ferli fer líka af stað við infrarauða gufu en hitamyndunin í líkamanum örvar sjálfsátið.


Annað áhugavert sem gerist í hitameðferðum en það er framköllun á svokölluðu hita sjokk (heat shock) próteini. Þetta er í raun hópur próteina sem myndast við áreitið sem líkaminn upplifir við hitamyndun og spilar stóra rullu í viðgerðarferli frumna. Eftir líkamsrækt er líkaminn í niðurrifsástandi. Við það að lyfta lóðum rífum við vöðvaþræði sem líkaminn síðan endurnýjar í hvíldinni á eftir og með góðri næringu. Heat shock ferlið er einmitt þetta, sterk endurheimt eftir álag og hiti keyrir þetta upp. Þess vegna er æskilegt að fara í gufu eftir líkamsrækt eða heita pottinn en alls ekki í kulda því það slekkur á bólguviðbrögðunum og ávinningur lyftinga æfingarinnar verður ekki eins mikill fyrir vikið. Það má hins vegar fara í kalt klukkutíma eftir lyfingaæfingu eða ef farið er í gufu á undan, er í lagi að fara í kalt 30 mín eftir æfinguna.


Fyrir utan heat shock ávinningin hafa rannsóknir sýnt fram á að tvær tuttugu mínútna lotur á dag geta tvöfaldar vaxtarhormón líkamans, ekki amalegt það. Þess fyrir utan eru vísbendingar um að regluleg gufuböð geti aukið úthald og einnig rétt eins og fram kom í greininni með kuldaböðin, þá hjálpar þetta líkamanum að takast á við áreiti og gerir hann sterkari að takast á við mikinn hita eða kulda eftir sem við á og eitthvað sem auðvitað næst með æfingunni. Þetta þarf að stunda vel og reglulega og sjálfur geri ég það sem hluta af heilbrigðum lífsstíl.


Megin munurinn á venjulegri gufu (sauna) og infragufu er hvernig líkaminn svitnar. Eins og ég nefndi í upphafi er infragufan ljósameðferð þar sem geislar fara djúpt inn í líkamann og svitar þannig út eiturefnum. Venjuleg gufa hitar loftið sem kalla fram svitamyndun á yfirborði húðar og fyrir vikið er 97% þess sem svitnað er vatn á móti 3% af eiturefnum. Infragufan hins vegar svitar út 20% af eiturefnum og 80% af vatni svo ávinningurinn er umtalsvert meiri.




Ég hvet hvern og einn til að prófa sig áfram þegar kemur að gufuböðum. Æskilegt er að vera í infragufunni í að lágmarki 20 mín og alveg upp í 60 mín. Allt þar á milli er gott. Til að byrja með er fínt kannski að vera bara í kringum 10 mín og fá tilfinninguna fyrir ferlinu. Mikilvægt er að drekka vel af vatni fyrir, á meðan og eftir gufubað. Líkamsrækt fyrir gufu getur aukið ávinninginn, þurrbustun og létt sturta á eftir til að hita líkamann aðeins upp og til að skola af sér drulluna. Þá er ekkert að vanbúnaði, bara skella sér í gufu og njóta alls þess ávinnings sem það hefur í för með sér.

479 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page